*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 1. ágúst 2017 12:15

Starfsmenn Englandsbanka farnir í verkfall

Starfsmenn Englandsbanka hófu í dag fyrstu verkfallsaðgerðir sínar í 50 ár.

Ritstjórn

Starfsmenn Englandsbanka lögðu niður störf fyrr í dag. Er ástæða aðgerðanna sú að annað árið í röð var starfsmönnunum boðin launahækkun sem var lægri en verðbólga í Bretlandi auk þess sem þriðjungur starfsmanna var ekki boðin launahækkun á þessu ári. Í júlí síðastliðnum samþykkti 95% starfsmanna aðgerðirnar í atkvæðagreiðslu. Er þetta í fyrsta skipti í 50 ár sem starfsmenn bankans leggja niður störf. 

Samkvæmt frétt CNBC boðuðu til starfsmennirnir til mótmæla fyrir utan bankann í dag þar sem þeir báru grímur með andliti Mark Carney, bankastjóra Englandsbanka. 

Peter Kavanagh yfirmaður hjá breska starfsgreinasambandinu sem fer með málefni starfsmannanna sagði í yfirlýsingu að „Mark Carney ætti að koma fyrir utan bankann og útskýra af hverju harðduglegir menn og konur eigi skilið að horfa upp á launalækkanir frá ári til árs. Starfsmennirnir eiga í vandræðum með að borga reikninum og framfæra fjölskyldum sínum þar sem bankinn býður launahækkanir sem eru undir verðbólgu."

Þeir starfsmenn bankans sem lögðu niður störf starfa í viðhalds- og öryggisdeild bankans en einnig á skrifstofum sömu hæðar og Carney starfar. Samkvæmt yfirlýsingu mun bankinn halda áfram eðlilegri starfsemi. Bankinn hafi verið í viðræðum við starfsgreinasambandið og tilbúið að halda þeim viðræðum áfram.

Stikkorð: Bretland Englandsbanki Verkfall
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim