Ólafur Örn Nielsen, framkvæmdastjóri Kolibri, segir í nýjum pistli á Medium að margir starfsmenn fyrirtækisins hafi íhugað að segja sig úr VR þegar stefndi í verkfall fyrir þremur árum og einhverjir hafi sagt sig úr félaginu.

Hjá Kolibri starfa að megninu til sérfræðingar sem starfa við ráðgjöf og hugbúnaðarþróun en í pistlinum veltir Ólafur Örn því upp hvort sérfræðingar eigi enn samleið með VR sem hann segir hafa verið nokkurskonar „go-to“ stéttarfélag sérfræðinga.

Ólafur segist jafnframt gáttaður yfir fréttum af yfirlýsingu stjórnar VR og segir forystu félagsins ganga fram af ótrúlegu ábyrgðarleysi.