Furðulegar deilur eiga sér nú stað milli tæknirisanna Samsung og LG, en fyrrnefnda fyrirtækið sakar starfsmenn þess síðarnefnda um að hafa vísvitandi eyðilagt Samsung-þvottavélar í búð í Þýskalandi. Einn starfsmannanna er háttsettur innan fyrirtækisins og gegnir þar stöðu framkvæmdastjóra. BBC News greinir frá þessu.

Samsung heldur því fram að skemmdarverkin hafi átt sér stað fyrr í mánuðinum á stóri raftækjavörusýningu í Berlín. LG samþykkir skemmdarverkin en segir þau hins vegar hafa verið slys. Lamir hafi brotnað á hurðum þvottavélanna við skoðun starfsmanna LG, en þær hafi einfaldlega verið of veikar.

LG neitar sök og sagði í yfirlýsingu að ef fyrirtækið hefði haft ásetning um að eyðileggja vörur samkeppnisaðila sinna til þess að koma höggi á þá hefði varla verið mikið vit í því að láta framkvæmdastjóri hjá félaginu framkvæma slíkan verknað.

Þýska lögreglan hefur yfirheyrt þá sem að málinu koma.