*

föstudagur, 19. apríl 2019
Sjónvarp 3. júní 2014 14:15

Startup Energy Reykjavík: Gerosion

Gerosion er eitt sjö fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup Energy Reykjavík.

Kári Finnsson
Hleð spilara...

Á meðal þeirra sjö fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup Energy Reykjavík er fyrirtækið Gerosion. 

Fyrirtækið mun veita ráðgjöf, efnisprófanir og sérhæfða rannsóknar- og þróunaraðstoð fyrir aðila í jarðhita- og olíuiðnaðinum. Lausnir teymisins geta lengt endingartíma borhola og auðveldað boranir á meira dýpi en áður hefur tíðkast. Teymið samanstendur af þremur konum sem hafa undanfarin misseri m.a. unnið sjálfstætt og sem ráðgjafar á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Bakhjarlar teymanna eru Landsvirkjun, Arion banki, Nýsköpunarmiðstöð og GEORG en framkvæmd og skipulagning verkefnisins er í höndum Klak Innovit og Iceland Geothermal. Hér má sjá viðtal við Stefán Þór Helgason, verkefnastjóra Klak Innovit, um verkefnið.

Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir er í forsvari fyrir Gerosion.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim