Stefán Eiríks Stefánsson hefur verið ráðinn forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar Kviku, áður MP Straums, og mun samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefja þar störf þann 1. nóvember næstkomandi.

Hann kemur til bankans frá Íslandsbanka þar sem hann hefur starfað við gjaldeyrismiðlun undanfarin 12 ár, þar af sem forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar frá árinu 2008.

Hann tekur við af Sigurði Sólonssyni, sem mun hafa hætt að eigin ósk.