*

fimmtudagur, 21. febrúar 2019
Fólk 21. ágúst 2018 20:23

Stefán Karl látinn

Leikarinn Stefán Karl Stefánsson er látinn úr krabbameini 43 ára að aldri.

Ritstjórn
Stefán Karl Stefánsson er látinn.
Haraldur Guðjónsson

Stefán Karl Stefánsson, leikari, er látinn. Stefán var 43 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn, en hann hafði barist við krabbamein í tvö ár. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Vísis um Stefán.

Farið er yfir ævi og störf Stefáns, en hann var líklega þekktastur í seinni tíð fyrir að leika hlutverk Glanna Glæps í leikritinu Latibær, sem seinna var gert að bandarískum sjónvarpsþætti og gerði Stefán þannig heimsfrægan.

Ekkja Stefáns, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, segir að í stað jarðarfarar verði jarðneskum leifum hans dreift í kyrrþey. Hún og fjölskyldan vill koma á framfæri þökkum fyrir sýndan stuðning og hlýhug, og sendir vinum og aðdáendum Stefáns innilegar samúðarkveðjur.

Stikkorð: Stefánsson Karl Stefán