*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Fólk 1. september 2017 08:58

Stefán skrifstofustjóri á ný

Með stofnun nýrrar skrifstofu alþjóðamála í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, hefur Stefán Ásmundsson hafið störf hjá ráðuneytinu eftir sex ára hlé.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Stefán Ásmundsson er skrifstofustjóri nýrrar skrifstofu alþjóðamála sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Stefán Ásmundsson hóf störf í sjávarútvegsráðuneytinu árið 1998 og gegndi embætti skrifstofustjóra þegar hann fékk leyfi til að starfa hjá Framkvæmdastjórn ESB í Brussel.

Árið 2011 tók Stefán við starfi framkvæmdastjóra NorðausturAtlantshafs-fiskveiðiráðsins NEAFC í London sem hann gegndi þar til í sumar.