*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 7. janúar 2018 14:13

Stefna að útgáfu olíurafmyntar

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir landið stefna að útgáfu rafmyntar með olíufæti.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir landið stefna að útgáfu rafmyntar með olíufæti. Til standi að gefa út 100 milljón „petróa“. Tilgangur útgáfunnar er meðal annars að komast í kringum viðskiptaþvinganir á landið, sem hafa verulega skert aðgengi þess að alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Í frétt Reuters segir að forsetinn hafi greint frá því á föstudaginn að rafmyntin yrði tengd olíukörfu landsins, sem nú stendur í um 59 bandaríkjadölum. Það þýðir að útgáfan yrði um 5,9 milljarða dala virði. Stjórnarandstæðingar í landinu segja útgáfuna ekki líklega til árangurs og gera lítið til að tryggja íbúm landsins aðgang að nauðþurftum, sem eru af afar skornum skammti í landinu. 

Stikkorð: Venesúela Nicolas Maduro Rafmynt
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim