*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 16. febrúar 2011 14:25

Stefna stjórnvalda helsti þröskuldurinn fyrir endurreisn

Samkvæmt könnun Viðskiptaráðs telja níu af hverjum tíu stjórnendum að skattastefna stjórnvalda sé helsti þröskuldur í vegi fyrir endurreisn.

Ritstjórn
Tómas Már Sigurðsson formaður Viðskiptaráðs.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Í aðdraganda Viðskiptaþings 2011, sem fram fer í dag, var unnin skoðanakönnun fyrir Viðskiptaráð á meðal forystumanna í íslensku atvinnulífi. Kannað var viðhorf þeirra til ýmissa mála, hvar tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar lægju og hvað stæði í vegi fyrir því að tækist að nýta þau. Níu af hverjum tíu stjórnendum sem spurðir voru nefndu stjórnvöld og stefnu þeirra, einkum í skattamálum, sem helsta þröskuld í vegi fyrir endurreisn efnahagslífsins.

Þetta sagði Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs. Alls sækja tæplega 400 manns árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs sem stendur nú yfir á Hilton Reykjavík Nordica, en yfirskrift þingsins þetta árið er Tökumst á við tækifærin – atvinnulíf til athafna.  „En þó stjórnvöld séu gagnrýnd fyrir stefnu sína þá eru stjórnendur fyrirtækja gagnrýnir á sjálfa sig og sín eigin störf. Augljóst er að sá álitshnekkir sem atvinnulífið hefur orðið fyrir gerir endurreisnina erfiðari. Nauðsynlegt er fyrir atvinnulífið að horfast í augu við þessa staðreynd og bæta úr," sagði Tómas Már.

Hann sagði að slíkt verði ekki gert nema með samstilltu átaki og þrotlausri vinnu.

Brot úr ræðu formanns:  

„Síðastliðið sumar hélt Viðskiptaráð svo kallað Umbótaþing þar sem þátt tóku um 100 félagar ráðsins. Þar kom fram mjög skýr vilji til þess að atvinnulífið styddi með afgerandi hætti við bætta stjórnarhætti og aukið gegnsæi í viðskiptalífinu. Þetta kemur einnig fram í niðurstöðum viðhorfskönnunar ráðsins nú.

Viðskiptaráð hefur brugðist við þessu með því að setja fram nokkrar hugmyndir og tillögur sem nýst gætu atvinnulífinu öllu við að byggja aftur upp traust. Í því sambandi vil ég nefna:

Endurnýjuð og viðameiri útgáfa leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja, sem gerir ríkari kröfur til stjórnenda fyrirtækja á öllum sviðum

Formleg úttekt á stjórnarháttum fyrirtækja í samstarfi við Rannsóknarsetur um stjórnarhætti við Háskóla Íslands, Kauphöll og Samtök atvinnulífsins.

Fyrirtækjagátt á vefsíðu Viðskiptaráðs þar sem ætlunin er, í samstarfi við atvinnulífið, að gera lykilupplýsingar um stærstu fyrirtæki landsins aðgengilegar öllum. Þar mun stjórn Viðskiptaráðs ganga á undan með góðu fordæmi og þegar hafa nokkur fyrirtæki verið skráð í gáttina. Vil ég sérstaklega hvetja forsvarsmenn fyrirtækja til að taka framtakinu, sem við höfum sjálf kallað eftir.

Með stofnun Efnahagsstofu atvinnulífsins er svo markmið að að bæta öflun og miðlun upplýsinga um stöðu hagkerfis og atvinnulífs, en þar væntum við aðkomu fleiri atvinnulífssamtaka, fyrirtækja og menntastofnana. Allt eru þetta tillögur sem nýta má til umbóta í atvinnulífinu. En rétt er að ítreka, að hér skiptir mestu að allir þeir sem standa í forystu í viðskiptalífs hagi störfum sínum þannig að þau skapi traust. Hér er ekkert smá mál á ferðinni. Traust er ein megin stoð efnahagsstarfseminnar - traust á orðum manna og gerðum samningum, traust á dómstólum og réttarríkinu og traust á stjórnvöldum. Efnahagslegar afleiðingar þess að traust ríki ekki eru mjög alvarlegar, kostnaðurinn er gríðarlegur. Það er því til mikils að vinna."

Stikkorð: Viðskiptaþing
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim