*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 11. september 2017 07:19

Stefnir í 8,8 milljónir farþega

Isavia gerir ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári verði um 8,8 milljónir.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Isavia býst við að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári verði um 8,8 milljónir. Yrði það 28 prósenta aukning á milli ára. Að sögn Isavia er skipting farþega í samræmi við spár að því er kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um málið. Alls er um þriðjungur farþega flugvallarins tengifarþegar en aðrir skiptast í komu- og brottfarafarþega.

Það sem liðið er af þessu ári hafa tæplega sex milljónir manns farið um flugvöllin sem er 32,4 prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum ársins í fyrra fjölgaði farþegum um 32,4 prósent. Annasamasti tíminn á flugvellinum eru sumarmánuðirnir, frá júní og út ágúst. Í fyrsta sinn fór yfir ein milljón farþega um flugvöllinn á einum mánuði bæði í júlí og svo aftur í ágúst. 

Stærsti dagur ársins á Keflavíkurflugvelli var 6. ágúst þegar 40.147 farþegar fóru um völlinn, en eru það 19% fleiri farþegar en á stærsta deginum í fyrrasumar. Í vetur er einnig gert ráð fyrir enn frekari fjölgun. Í svari Isavia kemur fram að gert sé ráð fyrir því að sætum fjölgi á tímabilinu nóvember til og með mars um 830 þúsund. Heildarframboð flugsæta í vetur til og frá Íslandi verður því 3,8 milljónir og í heildina munu fimmtán flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli til 69 áfangastaða.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim