*

mánudagur, 23. október 2017
Innlent 14. apríl 2012 12:22

Steingrímur: Fruntaleg framkoma hjá Evrópusambandinu

Steingrímur J. Sigfússon segir það óþarfi af ESB að troða sér inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Steingrímur J Sigfússon formaður vinstri grænna kallar það fruntalega framkomu af hálfu evrópusambandsins að stefna sér inn í málssókn ESA gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum. Ákvörðunin hafi þó ekki áhrif á aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið.

Steingrímur sagði við fréttastofu Ríkisútvarpsins að ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar sé í samræmi við þær skoðanir sem hún hafi haldið fram í málinu. Hinsvegar megi kalla það fruntalega framkomu gagnvart Íslandi að gerast beinn málsaðili.

„Það má orða það þannig já, mér finnst það óþarfi af Evrópusambandinu sem heild, sem blokk að troða sér inn í málið svona, og hefði talið heppilegra ef þeir hefðu ekki gert það. En úr því þeir fara fram á slíkt þá held ég að við höfum svarað þeim á réttan hátt.“