Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sagðist vera hrifinn af náttúrupassa sem myndi veita aðgang að nokkrum ferðamannastöðum eins og t.d. Gullfossi og Geysi. Þetta kom fram í pallborðsumræðu á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands. Steingrímur sagði ferðaþjónustuna ekki geta verið í skattalegri bómull.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði áherslu á að lengja ferðamanntímabilið eins og væri búið að gera að undanförnu með átakinu Ísland allt árið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta vera ranga forgangsröðun. Hann sagðist þó styðja komugjöld til þess að borga og byggja upp aðstöðu á ferðamannastöðum. Í því gætu falist ágætis viðskipti.