Á hluthafafundi Arion banka sem fram fór fimmtudaginn 30. nóvember, var Steinunn Kristín Þórðardóttir kjörin nýr stjórnarmaður. Á sama tíma lætur Guðrún Johnsen, sem verið hefur varaformaður stjórnar Arion banka, af stjórnarsetu í bankanum.

Steinunn Kristín er með MIM gráðu frá Thunderbird og BA gráðu í alþjóðaviðskiptum og stjórnmálafræði frá University of South Carolina. Steinunn Kristín starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Beringer Finance á árunum 2015-2017, fyrst í Noregi og síðar á Íslandi auk þess að gegna stöðu forstöðumanns alþjóðadeildar fyrirtækisins á sviði matvæla og sjávarfangs.

Árið 2010 stofnaði Steinunn ráðgjafafyrirtækið Akton AS í Noregi og var framkvæmdastjóri þess til ársins 2015. Hún starfaði hjá Íslandsbanka á árunum 2001-2008, fyrst sem forstöðumaður alþjóðalánveitinga og síðar sem framkvæmdastjóri bankans í Bretlandi.

Stjórn Arion banka skipa nú:

  • Eva Cederbalk formaður
  • Brynjólfur Bjarnason
  • Jakob Már Ásmundsson
  • John P. Madden
  • Kirstín Þ. Flygenring
  • Måns Höglund
  • Steinunn Kristín Þórðardóttir
  • Þóra Hallgrímsdóttir.

Kirstín er fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórninni, Steinunn er tilnefnd af Attestor en aðrir eru tilnefndir af Kaupskilum.