Nærri 80% fasteigna seljast nú undir ásettu verði ef marka má fasteignasala sem rætt er við á fréttavef RÚV. Í fréttinni segir fasteignasalinn jafnframt að staða kaupenda fasteigna sé sterkari en verið hefur vegna þessa. Fasteignasalinn Páll Pálsson segir til að mynda að fasteignasala í febrúar síðastliðnum hafi verið 23% minni en á sama tíma í fyrra.

Þá hafi framboð fasteigna aukist og að kaupendur hafi meiri möguleika á að skoða fasteignir á yfirvegaðan hátt heldur en undanfarin misseri. Fólk hafi þannig fimm til tíu íbúðir til skoðunar á hverjum tíma en ekki eina eða tvær eins og áður.