*

fimmtudagur, 24. janúar 2019
Erlent 17. mars 2014 10:45

Steve Jobs hafði litla trú á sjónvarpi Apple

Tvennum sögum fer af því hvaða möguleika Steve Jobs taldi sjónvarp undir merkjum Apple myndi eiga.

Ritstjórn

Sjónvarp undir merkjum Apple er skelfileg hugmynd. Þetta var mat Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins og annars af tveimur stofnendum þess. Hann taldi ólíklegt að sjónvarpsframleiðsla myndi skila tilætluðum tekjum í kassann.

Fjallað er um skoðun Jobs á sjónvarpsframleiðslu Apple í nýrri bók um fyrirtækið sem er væntanleg á markað. Í bókinni, sem heitir Haunted Empire, og kemur út á morgun, segir frá því þegar Jobs kom á fund starfsmanna Apple árið 2010 og spurðist fyrir um það hvort á teikniborðinu væri að hanna sjónvarp undir merkjum Apple. 

Netmiðillinn AppleInsider segir þessa skoðun Jobs andstætt því sem fram kom í ævisögu Jobs stuttlega eftir andlát hans árið 2011. Þar ræðir Jobs vítt og breitt um sjónvarp Apple og möguleika þess. 

Stikkorð: Apple Steve Jobs