Varahlutaverslunin Stilling hagnaðist um 29 milljónir króna árið 2017 og stóð nánast í stað frá árinu áður þegar hagnaðurinn nam 30 milljónum. Rekstrartekjur félagsins námu rétt rúmlega 1,2 milljörðum króna og drógust lítillega saman milli ára, en árið áður voru tekjurnar 40 milljónum hærri. Rekstrarhagnaður nam 33 milljónum króna samanborið við 50 milljónir króna árið áður.

Eignir félagsins námu 700 milljónum króna í lok árs 2017 og eigið fé nam um 102 milljónum króna. Laun og launatengd gjöld til starfsmanna námu 437 milljónum króna, en 48 starfsmenn störfuðu hjá félaginu í lok síðasta árs.

Júlíus Bjarnason er framkvæmdastjóri Stillingar en hann á jafnframt tæplega 21% hlut í fyrirtækinu. Áslaug Stefánsdóttir er stærsti hluthafi fyrirtækisins með 40% hlut í sinni eigu.