*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 14. júní 2018 15:54

Stinga upp á minni sæstreng

Talið er að strengurinn sem AS leggur til sé 60-70% ódýrari en strengurinn sem verkefnisstjórn lagði til.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fyrirtækið Atlantic Superconnect er talið hafa kynnt hugmyndir um lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands fyrir íslenskum stjórnvöldum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. 

Þær hugmyndir sem fyrirtækið hefur sett fram er sagðar vera nokkuð frábrugðnar þeim sem komu fram í skýrslu verkefnastjórnar sæstrengs. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra lét vinna þá skýrslu árið 2016. 

Fyrirtækið gerir ráð fyrir fyrir streng sem muni bera sig með flutningi 600-700 MW í stað 1000 MW, sem lagt var upp með í skýrslunni. 

Þá ku strengurinn einnig vera tæknilega einfaldari og yrði því ódýrari í lagningu. Strengur AS er einpóla í stað tvípóla, en talið er að einpóla strengur yrði 60-70% ódýrari en strengur sem byggði á tvípóla tækninni.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim