*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 11. mars 2016 17:19

Stjórn N1 helst óbreytt

Frambjóðendur voru sjálfkjörnir til stjórnar N1 í dag, en skipan stjórnar félagsins helst óbreytt.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fimm manns gáfu kost á sér til stjórnar N1 vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður næsta miðvikudag þann 16. mars. 

Frambjóðendurnir fimm sitja allir þegar í stjórn félagsins, en þeir eru Helgi Magnússon, Kristín Guðmundsdóttir, Jón Sigurðsson, Margrét Guðmundsdóttir og Þórarinn V. Þórarinsson. Margrét er stjórnarformaður félagsins.

Vegna þess að aðeins fimm sæti eru til boða og fimm manns buðu sig fram var sjálfkjörið í stjórnina.

Stikkorð: N1 Stjórn Fyrirtæki