*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 27. ágúst 2018 13:55

Stjórnarformaður kaupir í Heimavöllum

Erlendur Magnússon, stjórnarformaður Heimavalla, hefur keypt 17 milljón hluti í félaginu, og það hefur hækkað um 3,5% í dag.

Ritstjórn
Heimavellir voru skráðir á markað í maí, og hafa lækkað um rúm 8% síðan.
Haraldur Guðjónsson

Erlendur Magnússon, stjórnarformaður Heimavalla, keypti nú laust fyrir hádegi 17 milljón hluti í félaginu á 1,1624 krónur á hlut, samtals tæpar 20 milljónir króna, og á nú 25 milljón hluti.

Auk kaupanna hafa viðskipti með bréf félagsins upp á rúmar 10 milljónir króna átt sér stað í dag, og gangvirði bréfanna er nú 3,5% hærra en við opnun markaða í dag, um 1,18 krónur á hlut.

Félagið birti hálfsársuppgjör á fimmtudag, og á föstudag seldi regluvörður félagsins, Erlendur Kristjánsson, alla sína 11,6 milljón hluti á 13,3 milljónir króna, og félagið endaði daginn 3,4% lægra en við opnun.