Stjórnarkreppa virðist vera í Danmörku eftir að Socialistik Folkapartiet ákvað að hætta þátttöku í ríkisstjórninni og Anette Vihelmsen ákvað að hætta sem formaður flokksins. Vilhelmsen var félagsmálaráðherra í stjórninni.

Helle Thorning-Schmidt, formaður Sósíaldemókrata og forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan hálfeitt að dönskum tíma.

Ástæða þess að Annette Vihelmsen hættir sem formaður flokksins er sú að miklar deilur hafa skapast um sölu á hlut ríkisins í orkufyrirtækinu Dong til Goldman Sachs. Þingflokkur SF er ekki einhuga í málinu og Vihelmsen segir að það hafi verið þetta sem hafi gert útslagið.