*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Innlent 6. september 2018 13:15

Stjórnarmaður kaupir í Eik

Frosti Bergsson, stjórnarmaður í Eik, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir tæpar 5 milljónir króna.

Ritstjórn
Frosti Bergsson á nú um 620 milljón króna hlut í Eik.
Kristinn Ingvarsson

Frosti Bergsson, sem á sæti í stjórn Eikar fasteignafélags, keypti nú í hádeginu 625 þúsund hluti í félaginu á genginu 7,955, eða samtals rétt tæpar 5 milljónir króna. Þetta kemur fram í flöggunartilkynningu til kauphallarinnar.

Eik skilaði árshlutareikningi fyrir viku síðan, en hann sýndi tap af rekstri félagsins á öðrum ársfjórðungi ársins í fyrsta sinn í langan tíma, sem stafaði fyrst og fremst af neikvæðri matsbreytingu fjárfestingaeigna. EBITDA-spá félagsins var þó óbreytt.

Gengi hlutabréfa félagsins er nánast óbreytt frá birtingu uppgjörsins, en hefur lækkað um 2% síðastliðinn mánuð, og tæp 20% frá áramótum.

Stikkorð: Eik Frosti Bergsson