*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 6. september 2018 13:15

Stjórnarmaður kaupir í Eik

Frosti Bergsson, stjórnarmaður í Eik, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir tæpar 5 milljónir króna.

Ritstjórn
Frosti Bergsson á nú um 620 milljón króna hlut í Eik.
Kristinn Ingvarsson

Frosti Bergsson, sem á sæti í stjórn Eikar fasteignafélags, keypti nú í hádeginu 625 þúsund hluti í félaginu á genginu 7,955, eða samtals rétt tæpar 5 milljónir króna. Þetta kemur fram í flöggunartilkynningu til kauphallarinnar.

Eik skilaði árshlutareikningi fyrir viku síðan, en hann sýndi tap af rekstri félagsins á öðrum ársfjórðungi ársins í fyrsta sinn í langan tíma, sem stafaði fyrst og fremst af neikvæðri matsbreytingu fjárfestingaeigna. EBITDA-spá félagsins var þó óbreytt.

Gengi hlutabréfa félagsins er nánast óbreytt frá birtingu uppgjörsins, en hefur lækkað um 2% síðastliðinn mánuð, og tæp 20% frá áramótum.

Stikkorð: Eik Frosti Bergsson
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim