Hjörleifur Pálsson, stjórnarmaður í Sýn hefur keypt hlutabréf í fyrirtækinu. Keypti hann 100.000 hluti fyrir samtals 6,07 milljónir króna.

Í gær var greint frá því að forstjóri Sýnar, Stefán Sigurðsson hafi keypt bréf í fyrirtækinu fyrir samtals 2,5 milljónir króna.

Í fyrradag birti Sýn uppgjör eftir lokun markaða en þar kom fram að félagið hefði 4 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Í gær féll verðið á gengi hlutabréfa í fyrirtækinu um 4,26% í 80 milljóna króna viðskiptum.