*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 21. desember 2018 16:26

Rauð jól í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkaði í dag á síðsta viðskiptadegi fyrir jól. Origo hækkaði mest en TM lækkaði mest.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

 Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,51% á síðasta viðskiptadegi fyrir jól og fóru niður í 1.608,31 stig. Alls námu viðskipti í Kauphöllinni 1,7 milljarði króna í dag.

Einungis þrjú félög hækkuðu í virði, Origo um 2,42% í litlum viðskiptum þó, eða fyrir 10 milljónir og standa bréfin nú í 25,40 krónum. Hin tvö voru annars vegar Sýn, en verðgildi bréfa félagsins hækkaði um 0,96% í 88 milljón króna viðskiptum, og fást þau nú á 42,00 krónur. Hins vegar hækkuðu bréf Regins um 0,24% í svipað miklum viðskiptum og er gengi þeirra nú 21,00 krónur.

Mest lækkun var svo á gengi bréfa TM, eða um 2,06%, niður í 26,20 krónur fyrir 37 milljónir og næst mesta lækkunin var á gengi bréfa Arion banka, eða um 1,78, niður í 71,90 krónur, í 90 milljóna viðskiptum.

Mestu viðskiptin voru með bréf Marel, eða fyrir 652,8 milljónir, en bréf félagsins lækkuðu um 0,54%, niður í 368,00 krónur. Næst mest viðskipti voru með bréf Icelandair, eða 217,3 milljónir, en þau lækkuðu um 0,74% og fást bréf flugfélagsins nú á 9,40 krónur.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim