Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Bjarnar Benediktssonar verður undirritaður í Gerðarsafni í Kópavogi kl. 14.30 í dag. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu kynna efni stjórnarsáttmálns og svara spurningum fjölmiðla um efni hans að lokinni undirritun.

Í gærkvöldi samþykktu flokkarnir þrír stjórnarsáttmálann, en lengst þurfti að bíða eftir samþykki stjórnar Bjartrar framtíðar, sem samþykkti hann að lokum, en þó ekki einróma. Ráðgjafaráð Viðreisnar gerði það hins vegar. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins gerði það fyrstur flokkanna þriggja.