„Ríkisstjórnin er er í senn hægri- og vinstirstjórn. Það á þó hvorki að valda hægri- né vinstrimönnum áhyggjum því stjórnin tekur við fullum hirslum fjár og hyggst nýta sér það.

Ríkisstjórnin mun vinna að stöðugleika og velferð með víðtæki þverfaglegu, þverpólitísku og þversagnakenndu samráði auk ýmis konar samskipta.“

Þannig hefst útgáfa Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem hann segir vera stytta og mjög aðgengilega útgáfu stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins en honum fylgja skýringar frá Sigmundi sjálfum. Af lestri sáttmálans í útgáfu Sigmundar verður fljótt ljóst að um háð er að ræða og honum þykir ekki mikið til stjórnarsáttmálans koma.

Sigmundur skreytir svo forsíðuna með mynd af freyðivínsflösku og glösum en líkt og Viðskiptablaðið greindi frá skáluðu formenn flokkanna þriggja í freyðivíni í ráðherrabústaðnum á meðan stjórnarmyndunarviðræður áttu sér stað.

Hér má nálgast sáttmálann í útgáfu Sigmundar í heild sinni.