Innstæður hjá þýska bankanum VTB í Þýskalandi hafa náð einum milljarði evra, jafnvirði rúmra 160 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í þýskri útgáfu viðskiptablaðsins Financial Times.

Bloomberg-fréttaveitan fjallar um rekstur bankans, sem heyrir undir VTB-bankastæðuna sem er með höfuðstöðvar í Rússlandi. Þetta er annar umsvifamesti banki Rússlands og er hann með starfsemi í 13 löndum. Bankinn í Þýskalandi heyrir undir félag VTB í Austurríki.

Bent er á það í umfjöllun Bloomberg að stjórnendur VTB í Þýskalandi eru fyrrverandi stjórnendur Kaupþings þar í landi fyrir bankahrun. Viðskiptavinir Kaupþings í Þýskalandi voru 20 þúsund talsins fyrir hrun og námu innstæður þar 308 milljónum evra. VTB og innstæður eru nú þrefalt meiri en hjá Kaupþingi, að sögn Financial Times.