*

laugardagur, 23. febrúar 2019
Innlent 13. nóvember 2018 16:00

Stjórnendur keyptu í Marel

Marel sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem greint var frá því að fyrirtækið hafi selt bréf fyrir um 150 milljónir.

Ritstjórn
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Haraldur Guðjónsson

Marel sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem greint var frá því að fyrirtækið hafi selt bréf fyrir um 150 milljónir til að uppfylla kaupréttarsamninga.

Síðar barst önnur tilkynning þar sem greint var frá því að fjórir stjórnendur hjá fyrirtækinu hafi átt viðskipti með bréf. Það voru þau Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri, Einar Þór Einarsson, framkvæmdastjóri alþjóðamarkaða, Anton de Weerd, yfirmaður kjúklingaiðnaðar og Viðar Erlingsson, yfirmaður alþjóðlegrar nýsköpunar og þróunar. 

Stjórnendurnir keyptu fyrir samtals um 60,8 milljónir króna. Bréfin voru keypt á bilinu 146-190 krónur á hlut en markaðsgengi Marel stendur nú í 374 krónum á hlut.