Stjórnendur þurfa að aðlagast hratt nýrri tækni enda hefur mikið breyst á síðustu árum. Þetta segir Lars Mikkelgaard-Jensen, forstjóri IBM í Danmörku en hann var með erindi á UT messunni í Hörpu í morgun.

Fyrir átta árum hugsuðu stjórnendur ekkert um tækni en í dag sjá þeir mestu tækifærin á þeim vettvangi að sögn Mikkelgaard-Jensen. Hann segir samfélagsmiðlana vera stækkandi viðskiptatækifæri og öll notkun snjalltækja bjóða upp á marga möguleika.

VB Sjónvarp