Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vinnu við þau 45 atriði sem sem kynnt voru sem framlag stjórnvalda samhliða undirritun kjarasamninga vera á byrjunarstigi í samtali við Morgunblaðið .

„Ég sé fyr­ir mér núna að ráðuneyt­in fylg­ist með verk­efn­un­um og geri áætlan­ir um það hvernig unnið verði að þeim og á hvaða tíma. Verður gerð grein fyr­ir því á fundi með öll­um aðilum samn­ing­anna og sveit­ar­fé­lög­um og sam­tök­um op­in­berra starfs­manna," segir Katrín.

Forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar þrýstir nú á stjórnvöld að flýta aðgerðunum, sér í lagi í skattamálum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, benti til dæmis á í samtali við Vísi að nú yrðu stjórnvöld og atvinnurekendur að standa við sinn hluta samkomulagsins eftir að félagsmenn stéttarfélaganna höfðu samþykkt kjarasamninganna.

Katrín segir að beðið verði eftir hagspá áður en næstu skref verða stigin. Meðal aðgerða sem gríða er til er að bæta við þriðja tekjuskattsþrepinu neðst í tekjustiganum. „Við höfum ekki lofað neinu öðru en fram kemur í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en eigum von á nýrri hagspá í byrjun maí og munum þá fara yfir hana í tengslum við yfirlýsinguna,“ segir forsætisráðherra.