*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 11. ágúst 2014 12:35

Stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða

Forstjóri Sjúkratrygginga segir að það hafi verið fyrirséð í byrjun árs að stofnunin færi fram úr fjárheimildum.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Nauðsynlegt er að skerða réttindi sjúkratryggðra eða auka fjárveitingar til að rétta af rekstur Sjúkratrygginga Íslands. Í samtali við RÚV segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri stofnunarinnar, að það hafi verið fyrirséð í byrjun árs að stofnunin myndi fara fram úr fjárheimildum.

Sjúkratryggingar Íslands er ein af þeim ríkisstofnunum sem fóru talsvert fram úr fjárveitingum á fyrri helmingi ársins, samkvæmt skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs. Sjúkratryggingar fóru 1.800 milljónum fram úr heimildum sínum.

Steingrímur segir að upphæðin eigi eftir að hækka, svo framarlega sem stjórnvöld grípi ekki til aðgerða. Hann segir að framúrkeyrslan stefni í að verða nálægt þremur milljörðum. Þá segir Steingrímur að ef stjórnvöld séu ekki tilbúin að skerða réttindi, þá þurfi að auka fjárveitingar til málaflokksins.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim