*

sunnudagur, 19. maí 2019
Innlent 19. ágúst 2017 18:55

Verður eldi á frjóum laxi stöðvað?

Ef stefnumörkun sem unnið er eftir í fiskeldi hefur ekki tilætluð áhrif þá kemur til greina að stöðva vöxt eldis á frjóum laxi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, lagði í vor fram fyrirspurn um laxeldi. Spurði hann umhverfis- og auðlindaráðherra meðal annars að því hvort ráðherra myndi stöðva frekari vöxt eldis á frjóum laxi í sjó, eða jafnvel eldi framandi laxastofna að öllu leyti, á forsendum náttúruverndar og með tilliti til þeirrar hættu sem af eldinu stafar fyrir lífríki í sjó og vötnum?

„Ef sýnt þykir að sú stefnumörkun sem nú er unnið að vegna fiskeldis hafi ekki tilætluð áhrif með tilliti til náttúruverndar, þ.m.t. líffræðilegs fjölbreytileika, kemur vel til greina af hálfu ráðherra að skoða hvort stöðva þurfi frekari vöxt eldis á frjóum laxi á forsendum þess að vernda náttúrulega stofna og lífríki," segir Björt Ólafsdóttir ráðherra í svari sínu.

Björn Valur spurði jafnframt hvort ráðherra hygðist grípa til einhverra ráðstafana umfram þær sem nú er beitt til að koma í veg fyrir umhverfistjón vegna óþrifnaðar og mengunar sem fylgir laxeldi í sjókvíum? „Já, það er mat ráðherra að það sé þörf á að uppfæra þau viðmið sem unnið er eftir," segir Björt meðal annars í svari sínu.

Lesa má svar ráðherra  hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim