Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, lagði í vor fram fyrirspurn um laxeldi. Spurði hann umhverfis- og auðlindaráðherra meðal annars að því hvort ráðherra myndi stöðva frekari vöxt eldis á frjóum laxi í sjó, eða jafnvel eldi framandi laxastofna að öllu leyti, á forsendum náttúruverndar og með tilliti til þeirrar hættu sem af eldinu stafar fyrir lífríki í sjó og vötnum?

„Ef sýnt þykir að sú stefnumörkun sem nú er unnið að vegna fiskeldis hafi ekki tilætluð áhrif með tilliti til náttúruverndar, þ.m.t. líffræðilegs fjölbreytileika, kemur vel til greina af hálfu ráðherra að skoða hvort stöðva þurfi frekari vöxt eldis á frjóum laxi á forsendum þess að vernda náttúrulega stofna og lífríki," segir Björt Ólafsdóttir ráðherra í svari sínu.

Björn Valur spurði jafnframt hvort ráðherra hygðist grípa til einhverra ráðstafana umfram þær sem nú er beitt til að koma í veg fyrir umhverfistjón vegna óþrifnaðar og mengunar sem fylgir laxeldi í sjókvíum? „Já, það er mat ráðherra að það sé þörf á að uppfæra þau viðmið sem unnið er eftir," segir Björt meðal annars í svari sínu.

Lesa má svar ráðherra hér .