Fyrirtækið Foxconn, sem sér Apple fyrir íhlutum í iPhone X, hefur tekið fyrir að nemar vinni yfirvinnu. Bannið kemur í kjölfar þess að Financial Times gróf upp upplýsingar um að sex nemar hið minnsta ynnu ellefu tíma vinnudag í verksmiðju í Henanhéraði í Kína.

Í frétt á vef BBC segir að með þessu hafi verið brotið gegn lögum sem banna börnum að vinna meira en 40 tíma á viku. Um 3.000 nemar starfa að sögn í verksmiðjunni og segir Apple þá alla hafa ráðið sig sjálfviljuga til starfa. Þeir mættu hins vegar ekki vinna yfirvinnu.