Sheikh Mohammed bin Rashid Al Maktoum sem fer með æðstu völd í Dubai og er forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstaríkjanna, hefur nú stofnað til ráðherraembætta hamingju og umburðarlyndis.

Ráðherrar þessarra embætta myndu þá skapa löggjöf sem miðar að því að gera þegna ríkisins sem hamingjusamasta, og sjá til þess að umburðarlyndi verði grundvallargildi innan furstaríkjanna sameinuðu.

Auk þessa stofnaði sjeikinn til ungmennaráðs, sem mun verða öllu ungu fólki fyrirmynd. Fólkið sem skipar nefndina skal þá ekki vera eldra en 22 ára gamalt.