*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 16. apríl 2018 13:31

Stofna félag um nýjan þjóðarleikvang

Ríki og borg ásamt KSÍ stofna undirbúningsfélag um þjóðarleikvang, mögulega með opnanlegu þaki.

Ritstjórn
Eldri stúka Laugardalsvallar var endurnýjuð fyrir um 2 milljarða króna.
Haraldur Jónasson

Reykjavíkurborg, ríkið og KSÍ hafa stofnað undirbúningsfélag um uppbyggingu nýs Laugardalsvallar, sem skal skila af sér fyrir árslok. Kemur skipun félagsins í kjölfar þess að starfshópur ríkis og borgar hefur skilað af sér tillögum um uppbyggingu ný Þjóðarleikvangs í Laugardalnum. Hér má lesa skýrsluna í heild sinni.

Eru helstu niðurstöður starfshópsins þær að:

 1. Margt mælir með því að núverandi þjóðarleikvangur í Laugardal verði endurnýjaður.
 2. Ríkið, Reykjavíkurborg og KSÍ stofni undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd og taki upp viðræður um eignarhald á þjóðarleikvangnum.
 3. Undirbúningsfélagið bjóði út samning um endanlega þarfagreiningu, skipulagningu verkefnisins, kostnaðaráætlun og gerð útboðsgagna.
 4. Þjóðarleikvangur getur hvort heldur sem er verið opinn knattspyrnuvöllur eða fjölnotaleikvangur með opnanlegu þaki.
 5. Kostnaður og áhætta við fjölnotaleikvang er vel umfram kostnað og áhættu við opinn knattspyrnuvöll.
 6. Ákvörðun um byggingu og eignarhald þjóðarleikvangs verði tekin með hliðsjón af niðurstöðu vinnu undirbúningsfélags og stöðu opinberra fjármála.
 7. Áætlað er að undirbúningi fyrir ákvörðun verði lokið í lok árs 2018.
 8. Verði tekin ákvörðun um byggingu þjóðarleikvangs getur útboðsferli framkvæmda tekið frá nokkrum mánuðum og upp undir eitt ár og framkvæmdatími verið að minnsta kosti tvö ár.
 9. Huga verður að mögulegu fordæmi ákvörðunar um byggingu þjóðarleikvangs fyrir aðrar íþróttagreinar með hliðsjón af væntanlegri reglugerð um þjóðarleikvanga.
 10. Hvetja ætti til opinnar umræðu um byggingu þjóðarleikvangs á grundvelli þeirra ítarlegu gagna sem tekin hafa verið saman á undanförnum misserum.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

 • - Viðskiptablaðið sent heim
 • - Vefaðgangur að vb.is
 • - Frjáls verslun sent heim
 • - Fiskifréttir sent heim