Ný hugveita, Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt (RNH), hefur nú tekið til starfa en stofnunin hér áður Stofnun Jóns Þorlákssonar, sem ekki hefur verið starfrækt í nokkur ár.

Á vef RNH kemur fram að tilgangur hugveitunnar sér að rannsaka hvað örvi og hindri nýsköpun og hagvöxt. Þá kemur fram að í rannsóknum stofnunarinnar sé sérstaklega beint sjónum að því, hvernig menn geti með sjálfsprottinni samvinnu, viðskiptum í stað valdboðs, fullnægt þörfum sínum og bætt kjörin.

Fjögur helstu rannsóknarsvið stofnunarinnar eru skattar og tekjudreifing, auðlindanýting og umhverfisvernd, nýsköpun og framkvæmdamenn og loks það sem kallað er minningin um fórnarlömbin.

Rannsóknarráð stofnunarinnar skipa þeir Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor sem jafnframt er formaður ráðsins, Hannes H. Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor og Þór Whitehead, sagnfræðiprófessor.

Stjórn RNH skipa þeir Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri Gamma sem jafnframt er formaður hennar, Jónas Sigurgeirsson, bókaútgefandi og Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.