*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Erlent 3. mars 2017 09:06

Stofnendur Snapchat rjúka upp listann

Auðævi stofnenda Snapchat hafa margfaldast á þessu ári og eiga þeir nú sitthvora 5,44 milljarðana.

Ritstjórn
epa

Evan Spiegel og Bobby Murphy, stofnendur Snapchat rjúka nú upp lista Bloomberg yfir milljarðamæringa í heiminum. Evan Spiegel, sem er forstjóri Snap Inc., sem nýverið var skráð á markað í Bandaríkjunum, er nú metinn á 5,44 milljarða dollara eða því sem jafngildir 583 milljörðum íslenskra króna.

Sömu sögu er hægt að segja um Bobby Murphy, meðstofnanda Spiegel, sem er einnig metinn á 5,44 milljarða dollara. Auðævi þeirra beggja jukust um 44,5% milli mælinga hjá Bloomberg. Milli ára hafa auðævi þeirra jukist um 89,3%. Evan Spiegel er 26 ára gamall og Bobby Murphy 28 ára gamall.

Snap var skráð á markað í gær og er markaðsvirði fyrirtækisins 24 milljarðar dollarar.

Bill Gates er enn ríkasti maður heims samkvæmt listanum, er metinn á 85,6 milljarða dollara. Næstur á eftir honum er Warren Buffett en auðævi hans eru metin á 79 milljarða dollara.