Uppkast að skýrslu um öryggismarkmið Evrópusambandsins kallar á frekari varnarsamvinnu Evrópusambandsins. Er þar aukin varnarsamvinna sögð muni ýta við hergagnaiðnað í sambandinu og auka styrk utanríkisstefnu sambandsins í nágrenninu.

Sýna að sambandið hafi tilgang

Skýrslan, sem Federica Mogherini, utanríkisstjóri ESB, stóð fyrir er hluti af stefnu sambandsins í átt að sameiginlegum ESB herafla sem mælt er fyrir um í Lisbon sáttmálanum en hefur hingað til verið langt frá því að nást fram. Helstu fylgismenn eru þó í raun að vonast eftir smávægilegum skrefum í átt að sameiginlegum herafla.

Skýrslan kemur í kjölfar mikillar óvissu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi þar sem samþykkt var að landið skyldi ganga úr Evrópusambandinu. Þýskaland og Frakkland sjá aukna hernaðarsamvinnu innan sambandsins sem mögulega leið til að sýna að sambandið sé sameinað og hafi tilgang í kjölfar atkvæðagreiðslunnar. Bretar hafa lengi staðið gegn aukinni hernaðarsamvinnu Evrópusambandsins.

Öryggisstefnumörkun sambandsins hefur ekki verið endurnýjuð síðan árið 2003, en nú er stefnt að því að ræða efni skýrslunnar á fundi leiðtoga sambandsins á miðvikudag.