Stjórnvöld í Bandaríkjunum lögðu hald á um 1 milljarð Bandaríkjadali af fjárfestingarsjóði í eigum stjórnvalda í Malasíu.

Nýtt til að fjármagna The Wolf of Wall Street

Var haldlagningin liður í lögsókn þar sem því er haldið fram að opinberu fé hafi verið stolið frá fjárfestingarsjóðnum sem forsætisráðherrann Najib Razak setti upp árið 2009.

„Malasíska þjóðin hefur verið svikin á umfangsmikinn máta,“ sagði Loretta Lynch ríkissaksóknari Bandaríkjanna. Fé úr sjóðnum var notað til að kaupa rándýrar fasteignir, og jafnvel til að fjármagna kvikmyndina The WOlf of Wall Street.

Frægu fólk greitt fyrir að mæta í veislur

Forsætisráðherrann sjálfur er ekki ásakaður um að hafa eytt fénu, en fólk honum nákomið hefur verið sakað um að nota milljarða dali í að kaupa skartgripi, listaverk, lúxusíbúðir, borga veðmálaskuldir og greiða tónlistarmönnum og frægu fólki fyrir að mæta í veislur.

Féð sem stolið var úr sjóðnum 1MDB er talið hafa farið í gegnum peningaþvætti í Bandaríkjunum, en einnig hyggjast stjórnvöld leggja hald á fé í Bretlandi og Sviss. Jafnframt haldlögðu stjórnvöld í Singapúr fé að andvirði 175 milljón dala.

Stjúpsonur forsætisráðherrans ásakaður

Það fé sem talið er hafa verið stolið úr sjóðnum nemur rúmlega 3,5 milljarði Bandaríkjadala, en stjúpsonur forsætisráðherrans, Riza Aziz, sem framleiddi bíómynd Leonardo DiCaprio´s The Wolf of Wall Street, er einn þeirra sem nefndur er í skjölum saksóknara, auk annars fjármálamanns frá Malasíu og tveggja opinberra starfsmanna í Abu Dhabi.

Árið 2015 var grunur að beinast að sjóðnum þegar hann gat ekki greitt af 11 milljörðum dala sem hann skuldaði bönkum og skuldabréfaeigendum.

Samkvæmt Wall Street Journal þá virðist vera sem allt að 700 milljónir dala úr sjóðnum hafi ratað inná reikninga forsætisráðherrans.

Forsætisráðherrann neitar ásökunum og segir sjóðurinn sjálfur að forsætisráðherrann hafi aldrei fengið neitt fé frá sjóðnum.