*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 21. apríl 2017 13:56

Ferðaþjónustan skapar flest störf

Um 44% af fjölgun launþega á síðasta ári skýrist af fjölgum starfa í greinum sem tengjast íslenskri ferðaþjónustu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Meðalfjöldi launþega hér á landi var ríflega 180 þúsund í fyrra og fjölgaði þeim um 8.500 eða um 5% frá fyrra ári. Þetta er talsvert meiri fjölgun starfa en hefur verið síðustu ár. Þessi mikla fjölgun á síðasta ári helst að talsverðu leyti í hendur við hagþróunina en umtalsvert meiri hagvöxtur mældist í fyrra en árin á undan að því er kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Um 44% af fjölgun launþega á síðasta ári skýrist af fjölgun starfa í þeim greinum sem snúa að íslenskri ferðaþjónustu. „Alls fjölgaði störfum í ferðaþjónustugreinum um tæplega 3.800 og var fjölgunin 18,5% milli ára,“ segir í Hagsjá Landsbankans.

Frá árinu 2011 hefur verið mikil uppsveifla í ferðaþjónustu og hefur störfum í greininni fjölgað um tæplega 12 þúsund frá árinu 2010 sem er tæplega tvöföldun starfa í greininni. Hins vegar hefur heildarfjöldi starfa vaxið um 26 þúsund og skýrir fjölgun starfa í ferðaþjónustu því 46% af heildarfjölgun starfa í atvinnulífinu í heild á tímabilinu.

Aðrar greinar sem lögðu umtalsvert af mörkum til fjölgunar starfa í fyrra eru til að mynda byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð annars vegar og held- og smásala hins vegar.

Samdráttur í fjölda starfa hjá hinu opinbera

Að mati hagfræðideildar Landsbankans er það athyglisvert að sjá að í þeirri miklu starfafjölgun sem varð á síðasta ári dróst fjöldi starfa hjá hinu opinbera saman, þó lítillega eða um 8 stöðugildi.

„Árið í fyrra var það fyrsta í fjögur ár þar sem launþegum hjá hinu opinbera fækkar milli ára,“ segir í greiningunni og bent er á að fækkunin skýrist af fækkun í fræðslustarfsemi og opinberri stjórnsýslu en þar fækkaði störfum um 267 eða um sem nemur 0,6%.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim