Í desember seldust 475 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu og nam veltan 17,6 milljörðum króna. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár.

Þegar desember 2013 er borinn saman við sama mánuð árið á undan fjölgar kaupsamningum um 19,6% og velta eykst um 31,3%.

Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 10,8 milljörðum í desember, viðskipti með eignir í sérbýli 5,1 milljarði og viðskipti með aðrar eignir 1,7 milljörðum króna. Sala á einbýli jókst um 105,6% en um 14,2% á fjölbýli.

Alls voru gerðir 4.393 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu árið 2013, en voru 4.024 árið á undan. Aukningin nemur 8,4%.

Salan jókst einnig úti á landi

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Norðurlandi þarið 2013 var 298 í samanburði við 243 árið á undan.

Hér er hægt að sjá sundurliðaðar tölur fyrir önnur svæði.