Röraverksmiðjan Set, sem er á Selfossi og lenti í stórtæku brunatjóni fyrir rúmlega þremur árum, hagnaðist um 78,3 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við rúmar 56 þúsund krónur árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 2,1 milljarði króna samanborið við 2 milljarða króna árið á undan.

Eignir námu rúmum 1,3 milljörðum króna um síðustu áramót og eigið fé félagsins var 647,3 milljónir króna. Launagreiðslur til starsfsmanna námu 442,5 milljónum króna en að meðaltali störfuðu 70 manns hjá félaginu á síðasta ári. Félagið greiddi 18,5 milljónir króna í arð til hlutahafa sinna árið 2017, en árið áður höfðu arðgreiðslur til hlutahafa verið 22 þúsund krónur.

Set er að stærstum hluta í eigu Einars Pálma Elíassonar en hann á 59,8% hlut í félaginu. Bergsteinn Einarsson er framkvæmdastjóri Sets en hann á jafnframt 13,8% hlut í félaginu.