*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 23. janúar 2013 18:49

Stórfyrirtæki höfðu samráð um mannaráðningar

Nýtt dómsmál hefur varpað ljósi á meint samráð stórra tæknifyrirtækja um að stela ekki starfsfólki hvert af öðru.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Stór bandarísk tæknifyrirtæki í Kísildalnum svokallaða höfðu samráð um að ráða ekki til sín starfsfólk hvert frá öðru, að því er fimm fyrrverandi starfsmenn halda fram. Þeir hafa höfðað mál gegn Apple, Google, Intel og fleiri tæknifyrirtækjum og saka þau um að hafa með ólögmætum hætti komið í veg fyrir samkeppni í starfsmannamálum og þannig þrýst niður launum starfsfólks.

Í frétt Reuters er vísað í tölvupóst, sem þáverandi forstjóri Apple, Steve Jobs heitinn, sendi forstjóra Palm fyrirtækisins. Þar nánast hótar hann því að höfða höfundarréttarmál gegn Palm ef síðarnefnda fyrirtækið hættir ekki að ráða til sín starfsmenn Apple.

Tilefni póstsendingarinnar var sú ákvörðun Jon Rubinestein, fyrrverandi yfirmaður iPod deildar Apple, hætti störfum þar og flutti sig yfir til Palm. Árið 2010 gerðu fyrirtækin Google, Apple, Adobe Systems, Intel, Intuit og Pixar sátt við bandaríska dómsmálaráðuneytið sem beinlýnis bannaði þeim að stunda slíkt samráð.

Stikkorð: Apple Google Intel Steve Jobs Dómsmál
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim