Bernie Sanders vann í öllum forkosningum sem haldnar voru í Demókrataflokknum í nótt. Kosið var í þremur ríkum, Hawaii, Alaska og Washington ríki.

Mesti munurinn var á tveimur helstu frambjóðendunum var í Hawaii, en þar hlaut hann rúmlega 70% atkvæða, gegn tæplega 30% atkvæðum sem fóru til Hillary Clinton. Þrátt fyrir gott gengi undanfarið þá er Hillary Clinton ennþá með fleiri fulltrúa heldur en Sanders. Hawaii gefur 25 fulltrúa, Alaska 16 en Washington ríki gefur 101 fulltrúa. Ef Bernie Sanders ætlar að vinna á forskot Hillary þá þarf að vinna ríkin með miklum mun; en fulltrúar fara til frambjóðenda í hlutfalli við fjölda atkvæða í hverju ríki, en fara ekki allir til sigurvegarans.