Flokkurinn Sameinað Rússland, eða United Russia, sem Pútín Rússlandsforseti styður, Sameinað Rússland - sigraði kosningar til neðri deildar Dúmunnar.

Þegar 93% atkvæða höfðu verið talin, þá hafði flokkurinn tryggt sér 54,2% fylgi og þar af leiðandi 343 sæti af 450 í neðri deild þingsins. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Vladimír Pútín taldi niðurstöðuna mjög góða, en kjörsókn var einungis 48,7%. Rússneski Kommúnistaflokkurinn og þjóðernisflokkurinn LDPR tryggðu sér báðir um 13% atkvæða.

Flokkurinn Sameinað Rússland bætir því við sig fylgi frá kosningunum 2011, þegar flokkurinn hlaut 49% atkvæða. Kjörsóknin er sú versta í sögu Rússlands og var talsvert lægri en í seinustu kosningum, þegar hún var 60%.

Ólögmætar kosningar í Krímeu

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sendi frá sér tilkynningu fyrir tveimur dögum, þar sem kom fram að ríkið taldi kosningarnar í Krímeu væru ólöglegar - þar sem að þeir álitu ríkið enn hluta Úkraínu.

Pútín enn vinsæll

Þó að Pútín hafi ekki verið í framboði í kosningunum er flokkurinn Sameinað Rússland (United Russia), sá flokkur sem hann styður til þingkosninga.

Pútín er enn gífurlega vinsæll í Rússlandi, en um 80% styðja forsetann samkvæmt rannsókn Levada, sem framkvæmir rannsóknir um vinsældir forsetann.