*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 19. júní 2014 16:39

Stórtónleikar til styrktar börnum í Suður-Súdan

Alvogen stendur straum af öllum kostnaði við styrktartónleika fyrir börn í S-Súdan.

Ritstjórn

Tónleikar til styrktar hjálparstarfi fyrir börn í Suður-Súdan fara fram í Silfurbergi fimmtudagskvöldið 3. júlí þegar hljómsveitirnar Hjaltalín og Kaleó og tónlistarmennirnir Páll Óskar og Snorri Helgason taka höndum saman og spila. Miðasala á tónleikana hefst föstudaginn 20. júní á miði.is og harpa.is og er miðaverð 4.500 krónur, að því er kemur fram í tilkynningu.

Þar segir jafnframt að UNICEF hafi lýst yfir hæsta stigi neyðar í Suður-Súdan og nýlega hóf UNICEF á Íslandi neyðarsöfnun þar sem biðlað er til almennings og fyrirtækja á Íslandi að rétta börnum í Suður-Súdan hjálparhönd. Lyfjafyrirtækið Alvogen stendur straum af öllum kostnaði og sér jafnframt um framkvæmd tónleikanna. Fyrirtækið mun einnig styðja neyðarsöfnunina með beinum hætti auk þess sem starfsfólk fyrirtækisins leggur söfnuninni lið með ýmsu móti.