Andrés Þorleifsson og Gísli Örn Kjartansson lögfræðingar á eftirlitssviði Fjármálaeftirlitsins segja heimildir kaupaukagreiðslna  mun takmarkaðri í íslenskri löggjöf en almennt þekkist í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins.

Segja þeir í grein í Fjármálum , riti stofnunarinnar. hámark kaupaukagreiðslna, sem hér á landi erum miðaðar við 25% af árslaunum viðkomandi starfsmanns án kaupauka, vera talsvert strangara en svigrúm Evrópureglnanna heimilar.

„Þannig er það einungis í Hollandi sem hið almenna hámark breytilegra starfskjara er lægra en á Íslandi,“ segja þeir en benda þó á að hámarkið er 100% þar í landi ef um er að ræða starfsmenn utan Hollands. „Þá gilda íslensku reglurnar um alla starfsmenn fjármálafyrirtækja, en í Evrópu gilda þær almennt einungis um starfsmenn í áhrifastöðum.“

Í greininni hvetja þeir löggjafann til að samræma reglur um gildissvið kaupaukareglna, en þeir fara ítarlega í hvernig reglurnar virka í dag, hvað sé á hendi löggjafans að breyta og hvað stofnunin sjálf geti ákvarðað.

Í greininni lista þeir upp hvernig reglunum er háttað í mismunandi löndum:

Kaupaukareglur í ESB
Kaupaukareglur í ESB
© Aðsend mynd (AÐSEND)