Straumur fjárfestingabanki hefur keypt 9,99% hlut af hollenska félaginu Manastur Holding B.V. og 9,54% hlut af breska félaginu Linley Limited í MP banka. Eignarhlutur Straums verður því samtals 19,53%, sem telst virkur eignarhlutur samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Þetta staðfestir Jakob Ásmundsson, forstjóri Straums. Kaupverð hlutanna er trúnaðarmál og seljendur þeirra hafa kosið að tjá sig ekki um málið við Viðskiptablaðið.

Kaupin bíða nú samþykkis hjá Fjármálaeftirlitinu. Gangi þau eftir mun Straumur vera stærsti eigandi í MP banka. næstsærsti eigandi verður að öllu óbreyttu félagið Títan B ehf. í eigu Skúla Mogensen með 9,91% eignarhlut.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Íslandsbanki kærði Höllu Sigrúnu Hjartardóttur til Fjármálaeftirlitsins árið 2011.
  • Markaðsvirði Securitas nemur milljörðum króna.
  • Fangelsismálastofnun setur upp eftirlitsratstjá við Litla-Hraun.
  • Fjármagnskostnaður Ríkisútvarpsins nemur 600 milljónum á ári.
  • Eiginfjárstaða íslenskra fyrirtækja er sterk og hefur batnað til muna. Eigið fé þeirra er um 31% af heildarskuldbindingum.
  • Fasteignaverð heldur áfram að hækka og velta nálgast meðaltal síðustu þrettán ára.
  • Framlag ritlistar til landsframleiðslu er 27 milljarðar á þessu ári.
  • Óðinn fjallar heldur áfram að fjalla um fjármál Ríkisútvarpsins.
  • Nærmynd af Sigurhirti Sigfússyni sem sest í forstjórastjól Mannvits um áramótin.
  • Huginn og Muninn verður á sínum stað ásamt Tý sem fjallar um verkaðlýðsbaráttuna.
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira