Sumarsólstöðu afmælismót FKA og kvennanefndar GKG fór fram í Leirdalnum í blíðskaparveðri þann 27. júní. Fyrirtæki gátu keypt sínar brautir og teflt fram sínu liði, en keppt var með fjögurra manna Texas fyrirkomulagi. Að lokum fór svo að Byko liðið bar sigur úr býtum á 68 höggum nettó, en Byko liðið skipuðu þær Ragnhildur Sigurðardóttir, Rósa Guðmundsdóttir, Iðunn Jónsdóttir og Hildur Ástþórsdóttir.

Í öðru sæti var lið Advanía á 59 höggum nettó og lið Íslandsbanka í 3. sæti á   60 höggum nettó.  Í fjórða sæti endaði svo lið abacus/Golfleikjaskólinn á 62 höggum nettó en þær voru jafnar Happy Campers liðinu en voru með betri árangur á seinni níu holunum.

Óhætt er að segja að verðlaunin hafi verið glæsileg en sem dæmi fékk Rósa Guðmundsdóttir afnot af nýjum sportjeppa frá Mercedes-Benz í eina viku fyrir að vera næst holu á 9. brautinni, Kia bíll var í verðlaun fyrir holu í höggi og allir þátttakendur áttu kost á að vinna Lenovo spjaldtölvu svo eitthvað sé nefnt. Engin fór þó holu í höggi í þetta sinn, en deginum áður höfðu tveir farið holu í höggi á N1 mótinu á sömu braut á sama velli!

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)