Stuðningur við ríkisstjórnina eykst um þrjú prósentustig samkvæmt niðurstöðu Þjóðarpúls Capacent Gallup og mælist nú 36%. Í október mældist stuðningurinn um 33%. Samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eykst úr 36% í október í 38% í nóvember. Er sú aukning til komin vegna þess að fylgi Sjálfstæðisflokks eykst úr 25% í 27%, en fylgi Framsóknarflokks stendur í stað í 11%.

Samfylkingin stendur sömuleiðis í stað með 20% fylgi, Vinstri Grænir bæta við sig einu prósenti mælast með 14% fylgi, en Björt framtíð fer úr 15% í október í 13% nú. Fylgi Pírata lækkar úr 9% í 8%.

Nær 6% segjast myndu kjósa aðra flokka en nú eiga sæti á Alþingi. Tæplega 12% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag og liðlega 13% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp.

Spurt var:

  • Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
  • En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?
  • Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?
  • Styður þú ríkisstjórnina?