Íþróttafélagið Fylkir í Árbænum hefur safnað nærri níu milljónum króna fyrir nýrri stúku sem á að rísa á næstu tveimur árum. Björn Gíslason, formaður Fylkis, segir viðtökur hafa verið frábærar. Söfnunin hófst í byrjun síðasta sumars og stendur enn. „Um 8,8 milljónir hafa safnast og við erum virkilega ánægð með það,“ segir Björn.

Víða um Árbæinn hanga auglýsingar á veggjum verslana þar sem Árbæingar eru hvattir til þess að kaupa „hlut“ í nýrri stúku fyrir 36 þúsund krónur. Þeir sem styrkja verkefnið fá nöfn sín skráð á skjöld sem verður reistur við stúkuna.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.